Stærðfræði? Nei, sjálfspíningarhvöt!
Þegar ég valdi fyrir þessa önn var ég mjög skynsöm. Ég valdi tölfræðiáfanga því mér fannst það svo SNIÐUGT að taka AUKA STÆRÐFRÆÐI ef ég skyldi nú hugsanlega fara í HÁSKÓLANN (allt sem er skrifað með hástöfum er sagt með mjög kaldhæðnislegum tón). Nú sit ég hér og lem höfðinu í borðið (eða sko, ég gæti verið að gera það... en þar sem það leiðir af sér sársauka, sem ég hef ofnæmi fyrir, þá læt ég það vera í bili) því ég kann akkúrat ekkert í stærðfræði!!!! Ég hefði getað valið glæpasöguensku eða yndislesturs-íslensku, en NEEEEI, mér fannst svo SNIÐUGT að taka STÆRÐFRÆÐI!
Jæja, ég ætla að hætta að velta mér upp úr eigin volæði og snúa mér að einhverju öðru. Fer til Inga frænda í kvöld, hann ætlar eitthvað að reyna að hjálpa mér.
skrifað af Runa Vala
kl: 17:49
|